Name:
Location: Iceland

Wednesday, January 25, 2006

Þrá aldanna...

heitir bókin sem ég keypti í dag. Ég hlakka svo til að lesa hana... Hún er eftir Ellen G. White, í þýðingu Gíssurar Ó. Erlingssonar. "Frækornið", bókaforlag Aðventista gaf bókina út 1999.
Undirtitillinn "átök aldanna eins og þau endurspeglast í ævi Krists" er afar athyglisverður, og þar sem Ellen Gould White er talin mest þýddi kvenrithöfundur bókmenntasögunnar og geysilega afkastamikill, veit ég að þessi bók á eftir að gefa mér mikið! Rit hennar hafa verið þydd á meira en 140 tungumál, og ritstörf hennar og ráðgjöf hafa haft víðtæk áhrif á milljónir manna.
Þrá aldanna....eins og hindin þráir vatnslind, þráir hjartað mitt þig, Drottin!
Og frammi fyrir undraverk Drottins í fegurð og mikilleika náttúrinnar finnur
maður fyrir þessari þrá, þessum þorsta, lotningu og auðmýkt. Posted by Picasa