Name:
Location: Iceland

Monday, January 30, 2006

Hógværð

Hógværð tungunnar er lífstré, en fals hennar veldur hugarkvöl.
Orðskv. 15,4
Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka
Gal.6,1
Leggið því af hvers konar saurugleik og alla vonsku og takið með hógværð á móti hinu gróðursetta orði, er frelsað getur sálir yðar.
Jak.1,21
En helgið Krist sem Drottin í hjörtum yðar.
Verið ætíð reiðubúnir að svara hverjum manni sem krefst raka hjá yður fyrir voninni, sem í yður er.
En gjörið það með hógværð og virðingu, og hafið góða samvisku, til þess að þeir, sem lasta góða hegðun yðar sem kristinna manna, verði sér til skammar í því, sem þeir mæla gegn yður.
1.Pet.3,15-16